Jólalagakeppni Hljómlistarfélags Ölfuss

Nú á haustmánuðum stóð Hljómlistarfélag Ölfuss fyrir jólalagakeppni. Fjölmörg lög bárust í keppnina og gaman er að segja frá því að nokkrar stúlkur úr 5. og 6. bekk urðu í öðru sæti keppninnar með frumsömdu lagið sitt Jólin okkar. Höfundar lagsins eru þær Elísa Dagrún Jónsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir og Eva Karen Ragnarsdóttir sem syngja lagið auk Herdísar Maríu Jónsdóttur en þess má geta að Elísa Dagrún spilar einnig á þverflautu í laginu. Við óskum þessum upprennandi tónlistarkonum innilega til hamingju. 

Á vef Hafnarfrétta má hlusta á lagið