Jólaljósin tendruð á jólatrénu við skólann

Föstudaginn 25. nóvember komu starfsfólk og nemendur saman við jólatréð sem búið er að setja upp við skólann. Að venju var dansað í kringum tréð og jólalög sungin. Eftir sönginn voru ljósin tendruð. Þetta er ávalt hátíðleg og skemmtileg stund sem markar upphaf aðventunnar í skólanum.