Kiwanismenn afhentu börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma

Á föstudaginn fengu nemendur í 1. bekk sér göngutúr út í Kiwanishús. Þar hittu þau tvo valinkunna Kiwanismenn sem afhentu öllum nemendum nýja reiðhjólahjálma. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni. Þetta er glæsilegt verkefni hjá Kiwanishreyfingunni á Íslandi! Við minnum á að samkvæmt lögum eiga allir yngri en 15 ára að vera með hjálma á reiðhjólum, hjólabrettum og hlaupahjólum.