Laust starf íþróttakennara frá og með 1. ágúst 2018

Grunnskólinn í Þorlákshöfn auglýsir eftirfarandi stöðu frá og með 1. ágúst 2018:

  • Íþróttakennara í fullt starf

Í skólanum eru um 230 nemendur í 1. – 10. bekk og við hann starfar hæft og vel menntað starfsfólk. Stöðugleiki hefur verið í starfsmannahaldi sem endurspeglast í einkunnarorðum skólans: Vinátta, virðing og velgengni. Starfsfólk og nemendur skólans vinna að aukinni umhverfisvitund og minnkun matarsóunar. Sveitarfélagið Ölfus hefur sinnt skólamálum af miklum metnaði og er húsnæði skólans afar gott líkt og allur aðbúnaður. Gott samstarf er við leik- og tónlistarskóla á staðnum, en tónlistarskólinn er í húsnæði grunnskólans. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vekja og viðhalda áhuga nemenda á námi, veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt og stuðla að góðum starfsanda og vinnufrið meðal nemenda.
  • Að skipuleggja kennslu, sem lagar sig að þörfum og stöðu einstakra nemenda í skóla án aðgreiningar.
  • Að kynnast nemendum sínum sem best, foreldrum þeirra og aðstæðum.
  • Vera í góðu samstarfi við alla kennara einkum þá sem kenna nemendum í hans umsjón.
  • Vera í farsælu samstarfi heimila og skóla.

Hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Mikla hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Faglegur metnaður og skipulagshæfni.
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum og unglingum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands (FG). Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Um tímabundna ráðningu er að ræða fyrir næsta skólaár.Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2018 og skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað í tölvupósti til Guðrúnar Jóhannsdóttur, skólastjóra gudrun@olfus.is og Ólínu Þorleifsdóttur, aðstoðarskólastjóra olina@olfus.is  

 

Skólastjórnendur