Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Uppskeruhátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk fór fram föstudaginn 28. apríl í sal Tónlistarskólans. Gaman var að sjá hversu vel undirbúnir nemendur voru fyrir upplesturinn. Einnig varánægjulegt hversu margir foreldrar sáu sér fært um að mæta og hlýddu á nemendur. Hugtakið keppni í þessu sambandi er ekki eiginleg keppni heldur keppa nemendur við sjálfan sig í því að verða betri í að lesa upphátt og koma fram.