Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði síðastliðinn föstudag og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda og skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings.

Skólarnir sem áttu fulltrúa á þessari lokahátíð voru Grunnskólinn í Hveragerði og Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Á lokahátíðinni kepptu þrír nemendur frá hvorum skóla sem höfðu verið valdir í forkeppnum í sínum skóla.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og hafnaði Guðrún Anna Jónsdóttir nemandi okkar í 1. sæti, 2. sæti og 3. sæti komu í hlut nemenda úr Grunnskólanum í Hveragerði.