Mikið fjör með Gunna og Felix

Síðastliðinn mánudag komu þeir félagar Gunni og Felix í heimsókn til okkar í tengslum við verkefnið List fyrir alla. Að þessu sinni voru þeir með viðburð sem kallast Ein stór fjölskylda en þar er tengd saman fræðsla og söngskemmtun.

Felix fræddi nemendur um ýmis fjölskylduform sem hafa alltaf verið til í samfélaginu þó sum hafi verið "samþykktari" en önnur. Gunnar var síðan með fyrirlestur um hvernig á að skrifa geggjaða sögur. Í lokin voru þeir félagar með söngskemmtun og var svo sannarlega mikið fjör hjá nemendum sem sungu og dönsuðu með.