Minnum á verklagsreglur skólans í óveðri

Óveður/ófærð:  Skóla verður ekki aflýst vegna veðurs eða ófærðar. Foreldrar/ forráðamenn verða sjálfir að meta hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. Ef barn er heima vegna veðurs ber að tilkynna það sem fyrst . Bresti á óveður á skólatíma eru foreldrar/forráðamenn vinsamlegast beðnir að sjá um að börnin verði sótt sem fyrst eftir að kennslu lýkur.