Morð

Leiklistarval Grunnskólans í Þorlákshöfn sýnir leikritið Morð eftir Ævar Þór Benediktsson (vísindamann) miðvikudagskvöldið 29. maí kl. 20:00. Um er að ræða skemmtilegan einþáttung með bráðfyndnum undirtóni þar sem við skyggnumst inn á fund hjá samtökunum MA eða Morðingjum Anonymous. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. Miðaverð er kr. 1000. Leikarar í sýningunni eru Birgitta Björt Rúnarsdóttir, Lilja Rós Júlíusdóttir, Rebekka Matthíasdóttir, Salín Steinþóra Guðmundsdóttir, Sandra Kilinska Magnúsdóttir og Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir. Leikstjóri er Magnþóra Kristjánsdóttir.