Morgunfundir Foreldrafélagsins

Stjórn foreldrafélagsins í samstarfi við stjórnendur og kennara

skólans ásamt tenglum bekkjanna, stendur fyrir morgunfundum til að kynna

foreldrasáttmála Heimilis og skóla.

Foreldrasáttmálinn hefur verið lagður fyrir í fjölmörgum skólum um allt land og í þeim

samfélögum þar sem góð samstaða hefur náðst um samninginn er fólk sammála um jákvæð

áhrif hans á menninguna í bekknum sem og samstöðu foreldra um að virða útivistarreglurnar

svo fátt eitt sé nefnt. Sáttmálinn kemur út í mismunandi útgáfum fyrir hvert stig grunnskólans og

er honum ætlað að vekja uppalendur til vitundar um mikilvægi þess að sýna uppvexti og

skólagöngu barna sinna og unglinga áhuga og setja þeim skýr mörk.

Fundirnir verða kl. 8-9 og virkilega mikilvægt að foreldrar/forráðamenn barna mæti, a.m.k.

einn fyrir hönd hvers barns. Stefnt er að því að fulltrúi hvers barns skrifi undir sáttmálann

eftir að umræður um hann hafa farið fram. Fundir verða sem hér segir:

Mán. 13. jan - 1. bekkur

Þri. 14. jan - 2. bekkur

Mið. 15. jan - 3. bekkur

Fim. 16. jan - 4. bekkur

Fös 17. jan - 5. bekkur

Mán. 20. jan - 6. bekkur

Þri. 21. jan - 7. bekkur

Mið 22. jan - 8. bekkur

Fim. 23. jan - 9. bekkur

Fös 24. jan - 10. bekkur