Nemendur hafa áhrif á matseðil

Grunnskólinn í Þorlákshöfn er heilsueflandi grunnskóli. Hluti af því er að nemendur fá að hafa áhrif á gerð matseðils mötuneytis en á haustönn var það verkefni sett af stað. Nemendur fengu fræðslu um þær reglur sem mötuneyti vinna eftir og í kjölfarið kom hver bekkur sér saman um þrjá rétti sem þau vilja sjá á matseðli. Segja má að verkefnið hafi tekist vel og eru hugmyndir frá nemendum reglulega á boðstólnum.