Nemendur í 4. og 5. bekk fengu góða heimsókn

Umræðufundur með bæjarstjóra og bæjarfulltrúa
Umræðufundur með bæjarstjóra og bæjarfulltrúa

Í dag komu Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Grétar Ingi Ellertsson, formaður bæjarráðs í heimsókn til nemenda í 4. og 5. bekk. Tilefni heimsóknarinnar var bréf sem nokkrir nemendur komu með á bæjarskrifstofuna þar sem þeir lögðu fram tillögur að nýrri vatnsrennibraut. Elliði og Grétar áttu góðan umræðufund með krökkunum um tillögurnar og fram komu fjölmargar hugmyndir hvernig bæta mætti aðstöðu í bænum okkar. 

bæjarstjóri