Forritunarval gerði leikjasíðu fyrir leikskólanemendur

Fjórir nemendur forritunarvals þeir Ísar, Donnapad, Elmar og Fannar, hafa í vetur í samvinnu við kennarann sinn Ingvar Jónsson unnið að námsleikjasíðu fyrir leikskólann Bergheima. Síðan fékk nafnið Leikskólaland og fór formlega í loftið í dag þegar þessir fjórir nemendur afhentu leikskólanum síðuna við litla samkomu í sal leikskólans. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessum framtíðarforriturum. Við vonum að leikirnir komi til með að nýtast krökkunum og að þetta verkefni eigi eftir að lifa áfram.  Slóðin á síðuna er www.leikskolaland.weebly.com