Ólympíuhlaup ÍSÍ

Miðvikudaginn 2. september tóku nemendur í skólanum þátt í Ólympíhlaupi ÍSÍ. Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til að
hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Boðið var upp á þrjár vegalengdir yngstu nemendurnir hlupu að lágmarki 1,2 km nemendur á miðstigi 2,5 km og elstu nemendurnir 5 km. Margir hlupu þó mun lengri vegalengdir og nokkrir nemendur hlupu 10 km. Hlaupið var skemmtilegt og mátti sjá gleði og vellíðan á hverju andliti. Á nokkrum stöðum voru starfsmenn skólans mættir til að hvetja nemendur áfram. Ljóst er að þetta skemmtilega verkefni verður endurtekið að ári.