Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í dag tóku nemendur okkar þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Ólympíuhlaupið, sem hét áður Norræna skólahlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla síðan 1984. Með því er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega enda var viðburðurinn lokahnykkurinn í verkefninu Göngum í skólann. Nemendur stóðu sig með prýði og mikil stemmning myndaðist hjá hjá öllum hópum.