Ólympíuhlaup ÍSÍ

Á mánudaginn höldum við árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ í skólanum og hefst hlaupið kl. 10:00. Markmiðið er að allir nemendur hreyfi sig, hafi gaman og reyni við vegalengd sem hentar hverjum og einum. Mikilvægt er að huga að skóbúnaði og fatnaði barnanna þennan dag.

Boðið verður upp á þrjár vegalengdir:

  • 1,2 km
  • 2,5 km
  • 5 km

Okkur langar að hvetja foreldra og aðra bæjarbúa  til að taka þátt með börnunum eða koma út og hvetja á hlaupaleiðunum ef tækifæri er til. Leiðirnar má sjá hér:

1,2 km

2,5 km

5,0 km

 

Við hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn! 🏃‍♀️👏

Kær kveðja,

Starfsfólk grunnskólans