Plastlaus september í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Í september var svokallaður plastlaus september, sem er árvekniátak ætlað til að hvetja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Umhverfisnefnd grunnskólans ákvað að taka þátt í þessu nauðsynlega verkefni með því að hvetja nemendur til að íhuga vel í hvernig umbúðum þeir komu með nestið sitt og hvort plastpokar væru nothæfir oftar en einu sinni. 

Einnig voru bekkirnir beðnir um að safna plaströrum sem þau komu með í skólann og plastskeiðunum. Þessir hlutir munu vera nýttir í samvinnuverkefni nemenda frá október og eitthvað fram á veturinn.

Nemendur tóku allir vel í þetta verkefni og það má segja að þeir séu komnir langt langt á undan þessum fullorðnu í umhverfishugsun.