Rafrænar heimsóknir rithöfunda

Undanfarin ár hafa rithöfundar komið í skólaheimsóknir til þess að lesa úr verkum sínum í tilefni af Degi íslenskrar tungu og á aðventu. Tilgangur heimasóknanna er ekki síst að vekja áhuga nemenda á lestri og hvetja til lesturs. Í ár er engin undantekning því rithöfundarnir Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Sigrún Eldjárn og Guðni Líndal hafa nýtt tæknina til þess að birtast nemendum og lesa úr verkum sínum. Þau hafa ýmist sent okkur myndband og/eða verið í beinu myndsímtali við nemendur. Góður rómur hefur verið gerður að heimsóknunum.