Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk

Dagana 7. - 10. mars fara samræmd könnunarpróf fram í 9. og 10. bekk í Grunnskólanum í Þorlákshöfn eins og annars staðar á landinu. Prófin eru  rafræn og taka nemendur þau í tölvustofu skólans í fyrirfram ákveðnum hópum. Íslenska og hluti enskuprófsins eru fyrri tvo dagana og stærðfræði og hluti enskuprófsins seinni tvo dagana.
Fram til þessa hefur framkvæmd prófanna gengið afar vel hjá okkur.