Skáld í skólum

Í síðustu viku fengum við heimsóknir frá nokkrum rithöfundum í tengslum við verkefnið Skáld í skólum. Verkefnið hefur verið fastur liður í skólastarfi síðan 2006.

Yrsa Þöll Gylfadóttir og Benný Sif Ísleifsdóttir hittu nemendur á yngsta stigi. Arndís Þórarinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson mættu á miðstig og Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson og María Elísabet Bragadóttir fræddu nemendur á elsta stigi um hið umbreytandi afl ritaðs orðs.

Dagskráin tókst vel og flestir nemendur áhugasamir um það sem rithöfundarnir höfðu fram að færa. Gaman er að segja frá því að nemendur okkar fengu hrós frá rithöfundunum fyrir hlustun og góðar spurningar.