Skáld í skólum 2023 Spennandi dagskrá!

Skáld í skólum 2023
Skáld í skólum 2023

Bókmenntadagskrár Höfundamiðstöðvar RSÍ, Skáld í skólum, hafa verið fastur liður í hauststarfi grunnskólanna síðan 2006.
Dagskrárnar eru metnaðarfullar og fræðandi, höfundar koma í heimsókn til að tala um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur af lestrar- og sköpunargleði.


Í ár munu sex höfundar frá Höfundamiðstöð RSÍ heimsækja grunnskólana og fara í ævintýraleiðangur með nemendum og kennurum um veröld bókmenntanna. Þeir munu fjalla um allt sem hægt er að skrifa um; ævintýri hversdagsins, leyndardóma og kjánalæti, íþróttir og dauðann, hið umbreytandi afl og hreinlega allt milli himins og jarðar!

Á elsta stig fáum við heimsókn frá Hildi Knútsdóttur og Alexander Dan fimmtudaginn 9. nóvember kl. 9:00. Þau munu flytja erindið Furðusögur og forynjur. 

Á miðstig fáum við heimsókn frá Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Gunnari Theodóri Eggertssyni  fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12:35. Þau munu flytja erindið Þarf alltaf að vera vondi kall? 

Á yngsta stig fáum við heimsókn frá Rán Flygenring og Hjörleifi Hjartarsyni mánudaginn 13. nóvember kl.  9:55.  Þau flytja erindið Fuglar, flugur, hestar og álfar!