Skíðaferð nemenda í 8. - 10. bekk

Síðastliðinn mánudag fóru nemendur í 8. - 10. bekk í skíðaferð í Bláfjöll. Ferðin var samvinnuverkefni skólans og félagsmiðstöðvar. Flestir nemendur í unglingadeild fóru með í ferðina og gistu í skála ÍR á Bláfjallasvæðinu. Nemendur og starfsfólk skemmtu sér frábærlega í yndislegu veðri og góðu skíðafæri. Gaman var að sjá framfarir hjá nemendum sem spreyttu sig á skíðum og snjóbrettum. Gleðin skein úr hverju andliti og það voru þreyttir en sælir nemendur sem komu heim úr ferðinni á þriðjudagseftirmiðdag.