Skjálftinn - hæfileikakeppni

Það verður mikið um dýrðir þegar Skjálftinn verður haldinn í fyrsta sinn í Þorlákshöfn 15. maí 2021. Um er að ræða hæfileikakeppni byggða á Skrekk sem Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir í 30 ár fyrir ungmenni í grunnskólum, með frábærum árangri. Við hlökkum mikið til að bjóða unglingunum okkar að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Það er frumkvöðullinn og tónmenntakennarinn okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir sem á heiðurinn af þessu verkefni í samvinnu við skóla á Suðurlandi.