Skólahluti Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er verkefni sem er árlegt og er samvinnuverkefni Radda, samtaka um vandaðan upplestur og skólanna í landinu. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri. Skólahluta keppninnar er nú lokið og lokahátíð á Selfossi framundan en þá lesa 15 nemendur frá Árborg, Hveragerði og Þorlákshöfn. Allir nemendur sem lásu á skólahátíðinni stóðu sig með prýði og höfðu greinilega fengið góða þjálfun hjá kennara sínum Ágústi Ólasyni. Nemendur geta allir verið stoltir af árangri sínum í lokahátíðinni.

Nemendurnir sem fara áfram í lokahátíðina á Selfossi eru: Dana Rakel Brandsdóttir, Akishia Kari Justol og Þóra Auðunsdóttir,  til vara er Elmar Yngvi Matthíasson. Innilega til hamingju!