Skólahreysti

Í gær, miðvikudaginn 20. mars, kepptu nemendur af Suðurlandi í Skólahreysti. Þrautirnar voru með hefðbundnu sniði, erfiðar en gríðarlega skemmtilegar (allavega fyrir áhorfendur). Fyrir hönd Grunnskólans í Þorlákshöfn kepptu Ísak Júlíus ,,Súperman'', Rebekka ,,Stáltaugar'' Matthíasdóttir, Sigríður ,,Rocket'' Þórarinsdóttir og Sölvi ,,Sterki'' Steinþórsson. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig mjög vel og voru skólanum okkar til sóma. Magnaðir íþróttamenn þarna á ferð sem eiga án vafa eftir að gera góða hluti í framtíðinni.