Skólahreysti

Miðvikudaginn 17. apríl tók skólinn okkar þátt í Skólahreysti. Frískur hópur keppenda og stór hópur stuðningsmanna mætti í Laugardalshöll þar sem okkar undanriðill fór fram. Góð stemming myndaðist á staðnum enda mikill fjöldi sem fylgdi sínum liðum og spenna í loftinu. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Keppendur okkar stóður sig með mikilli prýði og voru vel studd áfram af stuðningshópnum sem var áberandi í stúkunni. Við getum sannarlega verið stolt af okkar flottu fulltrúum.