Skólasetning Grunnskólans í Þorlákshöfn

Skólasetning Grunnskólans í Þorlákshöfn skólaárið 2023 - 2024 fer fram þriðjudaginn 22. ágúst.

Nemendur í 1.bekk mæta í boðuð viðtöl hjá umsjónarkennurum. Nemendur í 2. - 5. bekk mæta kl. 11 í sal skólans. Nemendur í 6. - 10. bekk mæta kl. 13 í sal skólans. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum á skólasetninguna.

ATH! Nýir nemendur sem hefja nám í 2. - 10. bekk eru boðnir velkomnir ásamt forráðamanni í heimsókn til að hitta umsjónarkennara og skoða skólann kl. 13:00 föstudaginn 18. ágúst.