Skólaslit 2021

Skólanum var slitið miðvikudaginn 9. júni í nokkrum athöfnum. Skólaslit yngri nemenda voru í hátíðarsal skólans en að þessu sinni komu hóparnir á mismunandi tímum með foreldrum sínum. Skólakórinn kom fram á fyrstu tveimur skólaslitum. Umsjónarkennarar kvöddu nemendur sína í kennslustofum og fengu nemendur þar afhentan vitnisburð vetrarins. 

Útskrift 10. bekkinga og skólaslit unglingastigs fór fram í Versölum kl. 17:30 sama dag. Eftir skólaslit bauð skólinn útskrifarnemum og foreldrum þeirra upp á veitingar. Útskrift 10. bekkinga er ætíð hátíðleg stund þar sem takast á blendnar tilfinningar, tilhlökkun fyrir hönd útskriftarnema en um leið söknuður.