Skólaþing nemenda

Síðasta miðvikudag var skólaþing nemenda haldið.  Þar unnu nemendur saman þvert á aldur og veltu fyrir sér ýmsum spurningum um skólastarfið auk þess sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var til umræðu.

Markmið skólaþings er að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegum samræðum sem skipta máli fyrir daglegt líf þeirra og skólastarf. Niðurstöður þingsins verða nýttar til að koma á móts við þarfir nemenda og efla starfið í skólanum okkar.

Nemendur í 10.bekk voru hópstjórar og stýrðu umræðum á hverju aldursstigi. Þetta hlutverk leystu þeir með miklum ágætum.