Sköpunarsmiðja - hönnun smáhýsis

Í vetur hafa nokkrir nemendur í 8. - 10. bekk tekið þátt í valgrein sem gengur út á nýsköpun. Kennarar í valgreininni eru Guðlaug Einarsdóttir og Anna Margrét Smáradóttir. Þessa dagana er sýning hér í skólanum á skemmtilegu verkefni sem nemendur unnu. Verkefnið var að hanna smáhýsi en markmið verkefnisins var að nemendur öðlist vitund um hversu smátt sé mögulegt að búa en hafa samt allt til staðar sem skiptir máli. Þannig hugum við að umhverfinu og náttúrunni því þangað sækjum við allan efniviðinn og nauðsynlegt er að fara betur með til þess að ganga ekki á auðlindir jarðarinnar.