Smit hjá nemanda og skimun framundan

Í dag kom í ljós að nemandi í skólanum er smitaður af Covid 19. í framhaldinu var ákveðið að 6. bekkur fari í sóttkví auk nokkurra starfsmanna. Nemendur í 4.,5. og 7. bekk, auk starfsmanna verða boðaðir í skimun hér í Þorlákshöfn á morgun. Aðrir nemendur eða aðrir sem eru með einkenni eða telja sig hafa verið útsetta fyrir smiti geta pantað sér sýnatöku í gegnum https://www.heilsuvera.is/ og mætt hér í skólann í skimun á morgun. 

Á föstudaginn verður aftur skimað hér í skólanum en þá koma þeir sem hafa verið í sóttkví auk annarra.

Skólinn verður lokaður út þessa viku.