Söngstund

Reglulega hittast nemendur á sal og taka lagið. Þessa viðburði köllum við söngstund en þá koma vinabekkir saman og syngja lög sem æfð hafa verið dagana á undan.

Í dag var einmitt söngstund. Arna Dögg Sturludóttir stjórnaði viðburðinum eins og henni einni er lagið og tóku nemendur undir af miklum krafti. Skemmtilegur viðburður sem orðin er hluti af okkar skólamenningu.