Söngstund á sal grunnskólans.

Í dag komu nemendur og kennarar saman á sal í söngstund. Gestur og Sissa voru búin að undirbúa nokkur sönglög sem kennarar voru búnir að æfa með nemendum.

Allir nemendur skólans sungu saman fimm skemmtileg lög í dag. Þetta var virkilega skemmtileg stund og notaleg. Fyrirhugað er að hafa söngstund sem þessa einu sinni í mánuði í vetur.