Staðan í dag og framhaldið

 

Í gær miðvikudag voru nemendur 4., 5. og 7. bekkjar skimaðir ásamt starfsfólki skólans. Enginn reyndist með jákvætt smit í skimuninni. Einn einstaklingur í Þorlákshöfn greindist með Covid í gær en það smit hefur ekki áhrif á skólastarfið.  

Á morgun föstudga kl. 9 verða þeir nemendur og starfsfólk sem verið hafa í sóttkví skimaðir hér í skólanum. Einnig geta aðrir bókað sýnatöku, valið Selfoss sem skimunarstað og mætt hér kl. 9. 

Við miðum við að hefja skólastarf að nýju mánudaginn 3. maí. Einhverjir nemendur verða þó áfram í sóttkví eða einangrun með sínum fjölskyldum.  Við getum því smám saman farið að hefja eðlilegt líf og skipta yfir í hraðari takt. Áfram verður þó áhersla á að allir þeir sem sýna væg einkenni fari í sýnatöku.