Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Um er að ræða tímabilið frá 16. mars til 12. apríl. Markmið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 farsóttar.

Starfsdagur verður mánudaginn 16. mars og nemendur verða því heima. Þann dag nýta stjórnendur og starfsmenn skólans til þess að skipuleggja skólastarfið í takti við þær skorður sem takmarkanirnar setja. Núgildandi skilyrðin eru að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki á milli hópa svo sem í mötuneyti eða í frímínútum.