Stóra upplestrarkeppni 7.bekkjar

Stóra upplestrarkeppni 7.bekkjar fór fram í dag. Að þessu sinni lásu 23 nemendur upp texta úr bókinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason og ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Allir keppendurnir stóðu sig með prýði enda uppskáru þau öll ríkulega eftir æfingarnar í vetur. 

Þrír nemendur, auk varamanns, voru valdir til að keppa fyrir okkar hönd á lokahátíðinni sem fer fram 14. maí nk., þar mætum við nemendum úr Grunnskólanum í Hveragerði. Fulltrúar okkar verða Alma Hlökk Agnarsdóttir, Elvar Andri Jónsson og Emma Rós Sindradóttir.  Varamaður verður Óttar Hjalti Sigurþórsson.

Við ósku þessum flottu nemendum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á lokahátíðinni.