Upplestrarhátíð í 4. bekk og 7. bekk

Þriðjudaginn 5. apríl var sannkölluð upplestrarhátíð í skólanum. Nemendur í 4. bekk hafa verið að æfa upplestur með kennara sínum Hrönn Guðfinnsdóttur. Þeir buðu foreldrum síðan á lokahátíð þar sem lesnar voru upp þulur, ljóð og sögur auk þess sem flutt voru tvö tónlistaratriði. 

Þennan sama dag var  Stóru upplestrarkeppnin haldin innan skólans. Þar lásu nemendur í 7. bekk ljóð og sögur en þau hafa í allan vetur verið að æfa framsögn undir leiðsögn íslenskukennara síns Karenar Heimisdóttur.  Á þessari hátíð voru fimm lesrar úr 7. bekk valdir til að taka þátt í lokahátíð sem haldin  verður í maí með Grunnskólanum í Hveragerði. Báðar hátíðarnar voru skemmtilegar og gaman að sjá nemendur uppskera eftir miklar æfingar.