Stóri forvarnardagurinn

Stóri forvarnardagurinn var haldinn í síðustu viku  í fyrsta skiptið í skólanum. Dagurinn var samvinnuverkefni félagsmiðstöðvar, skóla og foreldrafélags. Dagskrá var fyrir alla nemendur í 8. – 10. bekk frá kl. 16:30-22:00. Foreldrum var boðið að taka þátt í deginum að hluta.

Öllum foreldrum í skólanum var boðið á frábært erindi dr. Erlu Björnsdóttur um svefn. En hún fór yfir mikilvægi góðs svefns og hvernig daglegar venjur geta haft áhrif á gæði og lengds svefns. Einnig fjallaði hún um tengsl ónógs svefns og ýmissa geðrænna vandkvæða eins og kvíða og þunglyndis.

Foreldrar og nemendur í 8. – 10. bekk hlýddu einnig á erindi Bergsveins Ólasonar þjálfunarsálfræðings sem fjallaði um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi og hvernig við getum sjálf skapað okkar eigin farsæld.

Dagurinn endaði í íþróttahúsinu þar sem unglingarnir léku sér í Lazer Tag. Tveir lögregluþjónar komu þar í heimsókn og tóku þátt í leiknum. Semsagt skemmtilegur og lærdómsríkur dagur sem vonandi verður endurtekinn að ári.