Stuð í söngstund

Á föstudaginn fór fram fyrsta söngstund skólaársins. Söngstundin er hefð sem er orðin fastur liður í starfi skólans. Þá koma vinabekkir saman og syngja á sal. Að þessu sinni sungu nemendur lögin Vinátta, virðing, velgengni (skólasöngurinn), Þúsund hjörtu, Fyrr var oft í koti kátt, Ég heyri svo vel og Manstu ekki eftir mér. 

Það eru Arna Dögg Sturludóttir og Gestur Áskelsson sem eiga veg og vanda að þessum skemmtilega viðburði.