Þollóween - hryllings sögukeppni

Eins og flestir vita þá er þessa dagana í gangi skammdegishátíðin Þollóween. Fjölbreytt dagskrá er í boði en það er hópur sjálfboðaliða út frá foreldrafélagi skólans sem stendur að bæjarhátíðinni Þóllóween. Við hvetjum alla til að kynna sér fjölbreytta dagskrá sem stendur út vikuna og er miðuð að börnum og fullorðnum.

Einn af viðburðum hátíðarinnar í ár var hryllings sögukeppni í samvinnu við rithöfundinn Ævar Þór Benediktsson. Nemendur sem vildu skrifuðu hryllings sögur í skólanum. Fjölmargar sögur skiluðu sér inn í keppnina. Sögurnar voru fjölbreyttar og metnaðarfullar. 

Sigurvegarar í keppninni voru: 
1. sæti Þorgerður Kolbrá í 7. bekk
2. sæti Freyja Ósk í 6. bekk
3. sæti Hilmir Eldon í 2. bekk
 

Sögurnar verða settar inn á facebook síðu Þollóween þar sem hægt er að lesa þær. Ævar vildi einnig hrósa sérstaklega sögum frá nokkrum nemendum: Sóldísi Söru og Ástdísi Ósk í 6. bekk, Hafsteini Ísarr í 2. bekk, Lilju Snædísi í 4. bekk, Aldísi Fjólu og Maríu Stefaníu í 4. bekk og Emelíu Máney í 6.bekk.

https://www.facebook.com/tholloween

Þar má einnig sjá fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar þar sem allir ættu að geta fundið viðburð við sitt hæfi. 

Á fimmtudaginn verður draugahús og ball fyrir unglingana á vegum 10. bekkjar og á föstudaginn verður búningadagur í skólanum þar sem allir eru hvattir til að koma í hrikalegum búningum.