Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk og var með jákvæðan boðskap að vanda.

Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur 10. bekkjar, á föstudaginn 23. nóvember, og flutti fyrirlesturinn VERUM ÁSTFANGIN AF LÍFINU. Nemendur tóku vel á móti Þorgrími enda fyrirlestur á jákvæðum nótum.  En þess má geta að Þorgrímur hefur nú um nokkurra ára skeið heimsótt flesta 10. bekkinga á landinu með ókeypis fyrirlestur þar sem áherslan er jákvæða lífssýn. Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir góða heimsókn.