Tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands

Öllum nemendum í 1. - 5. bekk var í gær boðið á tónleika í Þorlákskirkju. Á tónleikunum kom ný stofnuð Simfónúhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn. Tónleikarnir voru bráðskemmtilegir. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnandi sveitarinnar kynnti hljóðfærin fyrir krökkunum en síðan lék hljómsveitin verkið Lykilinn eftir Tryggva M. Guðmundssson við ævintýri Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Segja að um sé að ræða eins konar íslenska útgáfu af Pétri og úlfinum. 

Nemendur og starfsfólk skólans þakka kærlega fyrir frábæra tónleika. Frétt um tónleikana kom á Vísi og Stöð 2 en þá frétt má sjámeð því að smella hér.