Umhverfisátak

Stóri plokkdagurinn var haldinn sunnudaginn 28. maí. Af því tilefni fóru nemendur skólans í hefðbundið umhverfisátak í bænum okkar þessa vikuna. Hver bekkur á sérstak svæði sem hann hreinsar og starfsmenn áhaldahússins sækja síðan afraksturinn. Nemendur hafa að venju staðið sig með prýði ásamt umsjónarkennurum. Vissulega gott og þarft verkefni. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur úr 8.bekk með afrakstur sinnar vinnu.