Úrslitakeppni í leiknum skæri-blað-steinn

Í morgun fór fram úrslitakeppni í leiknum skæri-blað-steinn. Fjörutíu krakkar tóku þátt en þau voru sigursælust í sínum bekkjum. Síðustu vikur hefur keppni í þessum vinsæla leik farið fram í bekkjum undir stjórn íþróttakennara. Það var svo í morgun sem úrslitin réðust endanlega í æsispennandi keppni. Helga Laufey Guðbergsdóttir 5. bekk vann keppnina og í öðru sæti varð Kristinn Elí Rúnarsson 2. bekk.