Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráinsson kom á fund nemenda í 10. bekk í dag með fyrirlesturinn; Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur er fyrsti gestur skólans á tímum heimsfaraldur en hann má koma vegna þess að hann hefur fengið Covid 19 og hefur náð sér að fullu. Með fyrirlestrinum hvetur og brýnir Þorgrímur nemendur til að bera ábyrgð, sýna samkennd og þrautseigju ásamt því að sinna litlu hlutunum dags daglega.