Vorhátíð

Síðasti skóladagur skólaársins er í dag og var hann með líflegra móti. Allir nemendur skólans tóku þátt í leikjadagskrá frá kl. 10-12 sem íþróttaráð skipulagði. Leikirnir Skotbolti, Stórfiskaleikur, Kóngabrennó, Ein króna og Yfir voru leiknir af mikilli list. Einnig var hoppað á hoppubelg og í hoppukastala sem skólinn fékk að láni. Eigendur hoppukastalans þau Kolbrún Rakel og Sindri eiga þakkir skildar fyrir lánið. Svangir og glaðir krakkar tóku grilluðum pylsum fagnandi um hádegisbil.