Vorhátíð 2021

Mikil gleði ríkti á Vorhátíð skólans í gær. Hápunktur hátíðarinnar var þegar góða gesti bar að garði. Forsetahjónin heiðruðu nemendur og starfsfólk með heimsókn í skólann, á leið sinni um Ölfus. Einnig mætti Jón Jónsson tónlistamaður og tók lagið með viðstöddum. Nemendur tóku virkan þátt í leikjadagskrá þennan morgun sem endaði með grilluðum pylsum á skólalóðinni. Við þökkum góðum gestum fyrir heimsóknina.