Herdísarvík

Herdísarvík(mynd frá Ferlir.is)Herdísarvík

Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en nú komið í eyði. Herdísarvík stendur við samnefnda breiða og opna vík. Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m). Herdísarvík var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða og sér enn fyrir rústum margra þeirra. Sömuleiðis sér grjótgarða í hrauninu þar sem fiskurinn var þurrkaður. Þessar minjar voru allar friðlýstar árið 1973 og Herdísarvík var lýst friðland árið 1988.

Þjóðsögur segja að Herdísarvík heiti eftir Herdísi nokkurri er bjó þar en systir hennar Krýs eða Krýsa bjó í Krýsuvík. Áttust þær illt við og lögðu hvor á aðra. Mælti Krýs svo um að tjörnin í Herdísarvík skyldi éta sig út og eyða úr sér störinni og brjóta bæinn en allur silungur verða að hornsílum. Herdís mæltu aftur svo um að allur silungur í Kleifarvatni yrði að loðsilungi.

Einar Benediktsson (1864-1940) skáld bjó í Herdísarvík síðustu æviár sín. Hann gaf Háskóla Íslands jörðina árið 1935. Einar Ben var skáld, ritstjóri, lögfræðingur, embættis- og athafnamaður. Hann hefur oft verið nefndur athafnaskáld og er talinn í hópi nýrómantískra skálda. Eftirfarandi er erindi úr ljóðinu Einræður Starkaðar eftir Einar Benediktsson.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?