Fæðingar- og foreldraorlof

Fæðingar- og foreldraorlof.

Starfsmaður skal tilkynna vinnuveitanda (yfirmanni) sínum í síðasta lagi með átta vikna fyrirvara um fyrirhugaða tilhögun fæðingarorlofs. 

Starfsmenn eiga rétt til fæðingar- og foreldraorlofs samkvæmt lögum nr. 95/2000 og ákvæðum kjarasamnings.  Foreldrar eiga bæði rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs hvort og í viðbót sameiginlega 3 mánuði.  Samtals eiga foreldrar því rétt á 9 mánaða fæðingarorlofi vegna hvers barns.

Starfsmaðurinn fyllir sjálfur út eyðublaðið “Tilkynning um fæðingarorlof” og undirritar.  Með undirskrift sinni staðfestir yfirmaðurinn þá tilhögun.  Ekki þarf að setja ákveðna dagsetningu hvenær fæðingarorlof hefst á eyðublaðið heldur má setja að fæðingarorlof hefjist frá fæðingardegi barns.  Koma þarf fram lengd fæðingarorlofs og áætlaður fæðingardagur.  Yfirmaður kemur eintaki af þessari tilkynningu til launadeildar.

 

Sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag sækir starfsmaður um greiðslur til Tryggingarstofnunar ríksins – Fæðingarorlofssjóðs á eyðublaði sem þar fæst.  Yfirmaður þarf að samþykkja umsóknina með undirskrift sinni.  Umsókninni ásamt eintaki af tilkynningunni skal skilað til Tryggingastofnunar ríkisins.

 

Foreldrar eiga rétt til foreldraorlofs sem er réttur hvers foreldra til fjögurra mánaða launalauss leyfis til að vera samvistum við barn sitt.  Réttur til foreldraorlofs fellur niður við átta ára aldur barns.  Foreldri skal eiga rétt á að taka foreldraorlof í einu lagi, en með samkomulagi við vinnuveitanda er starfsmanni heimilt að haga foreldraorlofi með öðrum hætti.  Starfsmaður skal tilkynna vinnuveitanda um töku foreldraorlofs í minnsta lagi sex vikum fyrir fyrirhugaðan upphafsdag.   Geti vinnuveitandi ekki fallist á óskir starfsmanns um tilhögun foreldraorlofs skal hann að höfðu samráði við starfsmann tilkynna um aðra tilhögun innan viku frá móttökudagsetningu tilkynningarinnar.

 

Starfsmaður er launalaus í foreldraorlofi og nýtur ekki greiðslna frá Fæðingarorlofssjóði.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?