Yfir sumartímann er rekinn vinnuskóli fyrir unglinga. Markmið vinnuskólans er að bjóða uppá hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir unglinga. Boðið er uppá fjölbreytt störf á mismunandi vinnusvæðum. Unglingarnir fá fræðslu um notkun og meðferð algengra verkfæra ásamt fræðslu um náttúru og umhverfi.
Með skráningu í vinnuskólann er litið svo á að að unglingur sé að sýna áhuga á að taka þátt í starfi skólans. Honum ber að vinna þau verkefni sem honum eru falin án þess að stöðugt þurfi að ganga eftir því að hann haldi sig að verki.
Reglur Vinnuskóla Ölfuss 2022